Hinn fullkomni eyeliner

 

Ég er mikil áhugamanneskja um allt sem við kemur förðun og fór þess vegna í förðunarnám núna í haust og lærði heilan helling. Til dæmis að gera fullkominn eyeliner er ekkert nema bara æfing. Það er engin töfralausn, en það eru leiðir til að auðvelda manni töluvert ásetninguna. Hér á eftir koma nokkur “tips and tricks” til að hjálpa þér að gera hinn fullkomna liner.maxresdefault

Nr 1. – Það er algert must að vera með góða vöru í höndunum, það eru til hellingur af allskonar eyelinerum þarna úti og maður verður svolítið að finna út hvað manni finnst best sjálfum að nota. Það eru til nokkrar týpur og hér fer ég yfir þær helstu. Gamli góði gel linerinn (sá sem mér finnst eiginlega erfiðast að vinna með) og þá þarf maður að eiga góðan linerbursta.  Það er einn frá Maybelline sem er mjög góður, það til hjá MAC líka sem er fínn og svo er Anastasia Beverly Hills með einn líka. ég hef reyndar ekki prófað hann sjálf.

Svo eru það linerar með fílt penna, sumum finnast þeir bestir og ég er ekkert ósammála því, það er auðvelt að vinna með hann og hann gefur skarpa línu.  Svo eru það linerar með pínu ponsu hárum í örmjóum penna og það er mitt uppáhald og einn sá besti sem ég hef prófað er frá MAC og heitir Brushstroke – love it !

Nr 2. – Ef þú notar gel liner og bursta en þá verður burstinn að vera hreinn annars nær hann ekki að pikka upp jafn mikinn lit og liturinn á það til að verða skellóttur þegar maður dregur hann á. Það þarf líka líka að þrífa alltaf burstana sína eftir hverja notkun, svona spot cleansing. Það þarf svo sem ekki að baða þá með vatni og sápu eftir hvert skipti.

download

Nr 3. –  Sumum finnst þægilegra að byrja í innsta augnkrók og vinna sig út og það er leiðin sem ég nota og þá verður maður að passa að fara alla leið inní augnkrókinn uppá augað virðist ekki minna en það er.  Ég dreg svo línuna út eftir auganum og passa mig á því að loka alls ekki augunum heldur hef þau eiginlega alveg lokuð þannig að augnlokið sé slétt en ekki saman krumpað. Geri svo spíss og byrja á neðri línunni og dreg svo efri línuna aftur inní linerinn sem er kominn á augað.

76f66559c3809e471107ad5e50f48a33

Nr 4. – Ef þú gerir smá mistök og þér finnst allt vera farið í klessu.. Ekki örvænta ! Það er minnsta málið að laga liner. Eins og einn af kennurunum mínum í Mood sagði “ef þú kannt að laga liner þá kanntu að gera liner” og þessi sami kennari kenndi mér líka að laga liner með kremi eða fix plús. Þú bara tekur smá af vöru á bursta (þægilegast að nota lítinn skáskorinn finnst mér) og dregur eftir linernum þar sem þú vilt laga, kremið virkar í raun bara eins og hreinsir og tadaaa.. fínn eyeliner 🙂

 

Hér er smá vídjó –

SHARE