HIV smituð systir Mariah Carey handtekin

Alison Carey (55), systir söngkonunnar Mariah Carey, var handtekin fyrir vændi í Saugerties í New York, samkvæmt dagblaðinu  Daily Freeman. Alison hélt til í um það bil viku á hóteli og var handtekin þegar hún var að reyna að selja lögreglumann líkama sinn.

Sjá einnig: Grátbiður Mariah Carey um hjálp

Þegar Alison var handtekin sagði hún frá því að hún væri systir Mariah Carey. Hún hafði verið að auglýsa þjónustu sína á netinu með myndum og upplýsingum um sig.

„Ég er falleg kona sem leita að mönnum sem eru að leita sér að skemmtun og upplifa unað sem aðrar konur geta ekki veitt þeim. Ég er kona sem hefur þann hæfileika að láta jörðina hreyfast undir fótum þér og látið þig sjá stjörnur, já það get ég. ÞETTA ER SVO SÆT, SÆT FANTASÍA ELSKAN. ÞEGAR ÉG LOKA AUGUNUM KEM ÉG OG TEK ÞIG AFTUR OG AFTUR.“

Ef þetta seinasta hljómar kunnuglega er það af því að þetta er lína úr lagi systur hennar sem ber einmitt nafnið Fantasy. It´s such a sweet, sweet fantasy baby. When I close my eyes I come and take you on and on.

Sjá einnig: Segir Mariah Carey hjartalausa norn

Alison er HIV smituð og hafa yfirvöld því lýst eftir hverjum þeim sem kann að hafa haft samfarir við hana og hvetja þá til að leita til læknis sem allra fyrst.

 

 

 

SHARE