Ónæmiskerfið er mikilvægt til að verja líkamann fyrir sýklum og örverum sem valda sjúkdómum. Á þessum síðustu og verstu tímum virðist enginn vera óhultur fyrir kórónuvírusnum og þá er gott að vera með sterkt ónæmiskerfi og auðvitað að vera duglegur að þvo sér.

D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir ónæmiskerfi okkar. Það styður við ónæmiskerfið og hjálpar líkamanum að verjast sýklum sem koma inn í líkamann. Auk þess, er D-vítamín bólgueyðandi og ónæmisstjórnandi eiginleikar þess koma einnig við sögu í baráttu við bakteríur, vírusa og aðrar sjúkdómsvaldandi lífverur.

Sjá einnig: „Erum í einangrun heima“

Á flensutímabilum, hjálpar D-vítamín ónæmiskerfinu að vera í jafnvægi svo það geti komið í veg fyrir sjúkdóma. Samkvæmt Pharmacy Times, hefur lágt magn D-vítamíns í líkamanum verið tengt sjálfsofnæmissjúkdómum. Sá sem er ekki með nægt D-vítamín í líkamanum er móttækilegri fyrir sýkingum. Eins og inflúensa, er búið að spá því að Covid-19 verði árstímabundin faraldur.

Vandamálið í dag er að það er ekki til lækning eða bólusetning við þessari veiru. Margir fara að taka vítamín og næringarefni til að draga úr líkum á sjúkdómnum og svo virðist sem D-vítamín sé mjög góður valmöguleiki, í baráttunni gegn sjúkdómnum.

SHARE