Hjúkrunarkona umskar ungbarn og notaði skæri, tangir og ólivuolíu við verknaðinn – Barnið dó

Grace Adeleye hefur misst starfsleyfi sitt sem hjúkrunakona.

Barninu blæddi til ólífis eftir að hún framkvæmdi þessa aðgerð sem siður er hjá ýmsum þjóðum að gera á ungum börnum. Hún notaði skæri, tangir og ólívuolíu við aðgerðina þegar hún klippti framan af typpi barnsins.

Barninu blæddi alla nóttina og þegar loksins var farið með það á sjúkrahús snemma um morguninn var það orðið of seint. Barnið dó í höndunum á læknum og hjúkrunarliði.

Grace Adeleye var fundin sek um manndráp og starfsleyfið auk þess dæmt af henni. Við réttarhöldin kom í ljós að hún hafði framkvæmt mörg þúsund aðgerðir á síðustu árum og tók sem samsvarar kr. 20.000 fyrir hverja aðgerð.

 

 

 

SHARE