Hlustaðu á Britney Spears án „auto-tune“

Þetta myndband varð strax mjög vinsælt eftir að það kom á netið. Í því má heyra Britney Spears syngja lagið Alien án þess að búið sé að nota auto-tune á lagið. Framleiðandinn William Orbit skrifaði á Facebook að það væri lítið að marka þetta myndband því þetta hafi bara verið upphitun og engan vegin eitthvað sem fólk eigi að vera að dreifa um á vefnum.

 

Hér er lokaútgáfan af laginu

SHARE