Gwen Stefani með nýtt lag – hlustaðu hér

Poppstjarnan Gwen Stefani kemur með brakandi ferskt lag úr smiðju sinni en Gwen hefur verið lítið áberandi á tónlistarsviðinu síðastliðin ár. Lagið heitir Baby Don’t Lie og límist vel við eyru í fyrstu hlustun.

Gwen Stefani sló fyrst í gegn með bandinu No Doubt sem tröllreið vinsældarlistum um allan heim með laginu Don´t Speak árið 1996.

Ekkert lát varð á vinsældum Gwen þegar hún hóf sólóferil sinn árið 2004 og gaf út lög eins og Holloback Girl. Samhliða því gaf hún út tískulínuna L.A.M.B. en Gwen hefur lengi þótt skara fram úr sem einn af helstu tískufrömuðum tónlistarbransans.

SHARE