Hlustar aldrei á sína eigin tónlist

Poppdívan Britney Spears segist aldrei hlusta á sína eigin tónlist, en hún hefur verið vinsæl í næstum 2 áratugi.

„Ég hlusta eiginlega ekki á mína tónlist,“ segir hún í viðtali við Flaunt magazine. „Krakkarnir mínir og frændsystkini hlusta samt á hana. Ég er bara í því að skapa og setja þetta í loftið.“

Sjá einnig: Britney Spears drukknaði næstum því á Hawaii

Britney segist líka hafa gaman að því að breyta til og gera ekki sömu hlutina aftur og aftur. Hún segir að hún hafi gefið hluta af sér í nýjustu plötu sína og hún vonast til þess að aðdáendur henni finni fyrir því.

Þrátt fyrir að Britney hafi verið í sviðsljósinu í fjölda ára, segir hún að hún eigi mjög erfitt í mörgum aðstæðum. „Ég er svo skrýtin, ég verð stressuð í margskonar aðstæðum eins og partíum, í klúbbum og í margmenni yfir höfuð. Ég er skrýtin, kvíðafull manneskja.“

 

 

 

SHARE