Hlýir fætur – Uppskrift

Hlýir fætur – Sokkauppskrift

Það kólnar hratt þessa dagana og flestir finna fyrir kuldanum. Það er með því óþægilegra að vera kalt á tánum og því fengum við Ágústu Þóru, annan höfund bókarinnar Hlýir fætur, til þess að gefa okkur góða uppskrift að hlýjum og þægilegum ullarsokkum.

Bolungarvík

Þessir sokkar eru úr hinu dásamlega litríka og mjúka garni frá Noro Tvær stærðir eru gefnar upp, jafnmargar lykkjur eru í báðum uppskriftum þannig að þær eru næstum því eins

Garn: Noro silk garden sokkagarn, litur S87, 100 g hnota
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3
Prjónfesta: 10 cm = 23 lykkjur á prjóna nr 3
Erfiðleikastig: 3
Hönnuður: Ágústa Þóra Jónsdóttir
Skóstærð: 36-37 (38-40)

Stroffuppskrift

Fitjið upp 45 L. Tengið í hring og prj stroff. Mynstur í stroffi nær yfir 9 L og er endurtekið 5 sinnum yfir umf:

1. umf: *Prj 2 L sl saman, prj 2 L sl, sláið upp á prjóninn,
prj 1 L sl, sláið upp á prjóninn, prj 2 lykkjur sl, prj 2 lykkjur sl
saman*, endurtakið frá *-* út umferð.
2. umf: Prj br.
Prjónið 4 umf sl.
Endurtakið 1. og 2. umf.
Prj 4 umf sl.
Endurtakið 1. og 2. umf.
Prj 4 umf sl.
Endurtakið 1. og 2. umf.
Prj 3 umf sl.
Endurtakið 1. og 2. umf.
Prj 2 umf sl.
Endurtakið 1. og 2. umf.
Prj 2 umf sl.
Endurtakið á 1. og 2. umf

Fótleggur

Prjónið slétt 3 cm og takið úr 1 L með því að prj 2 lykkjur saman á fyrsta prjóni í síðustu umferð (44 L).

Bandhæll 

Hæll er prjónaður fram og til baka, yfir helming lykkjanna með sléttu prjóni.

Hælstallur 

Sameinið lykkjur af fyrsta prjóni og fjórða prjóni umferðar (22 L). Prj fram og til baka, slétt frá réttu og brugðið frá röngu, alls 22 umf (sú síðasta er frá röngunni).

Hæltunga

1. umf: Prj 13 L, prj 2 L sl saman, snúið við.
2. umf: Prj 5 L br, prj 2 L br saman, snúið við.
3. umf: Prj 5 L sl, prj 2 L sl saman, snúið við.
Endurtakið 2. og 3. umf þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóninum.

Upptaka á lykkjum á hælstalli

Snúið réttunni að og prjónið slétt yfir lykkjur hæltungu, takið upp 11 L í hlið hælstalls. Prj L á ristarprjónum, takið upp 11 L í hinni hlið hælstallsins og prj inn á miðja il. Skiptið L á hæltungu og hælstalli á 2 prjóna, þannig að jafn lykkjufjöldi verði á hvorum prjóni. Prjónið áfram alla prjónana í hring.

Úrtaka í samskeytum hæls og ristar

Nú eru fleiri lykkjur á fyrsta og fjórða prjóni en voru í upphafi (14 L í stað 11 L). Þeim er fækkað með því að prjóna saman 2 síðustu L fyrsta prjóns og 2 fyrstu L fjórða prjóns í annarri hverri umferð þar til upphaflegum lykkjufjölda er náð (11 L á hverjum prjóni).

Framleisti

Prj áfram sl þar til framleisti mælist 20 (21,5) cm eða passar fyrir þann fót sem prjónað er á. 

Táúrtaka

1. umf: Fyrsti prjónn: Prj þar til 3 L eru eftir á prjóni, prj 2 L sl saman og prj 1 L sl. Annar prjónn: Prj 1 L sl, takið 1 L óprj, prj 1 L sl og steypið óprj L yfir, prj sl út prjóninn. Þriðji prjónn: Eins og fyrsti prjónn. Fjórði prjónn: Eins og annar prjónn.
2. umf: Prj slétt.

Endurtakið þessar 2 umferðir 3svar sinnum til viðbótar þar til 7 L eru eftir á hverjum prjóni. Takið þá úr í hverri umferð þangað til 4 L eru eftir á hverjum prjóni. Sameinið lykkjur fyrsta og fjórða prjóns annars vegar og lykkjur annars og þriðja prjóns hins vegar. Þá eru 8 L á hvorum prjóni sem liggja samsíða. Slítið bandið frá með nógu löngum enda til að lykkja saman. Lykkið saman 8 L á móti 8 L þannig að samskeyti sjáist ekki.

Frágangur

Gangið frá lausum endum, þvoið sokkana og leggið slétta til þerris fyrir notkun.

SHARE