Hnerri, nefrennsli eða nefstífla

Hvað er nefslímubólga?

Hún er til staðar ef hnerri, nefrennsli eða nefstífla varir lengur en klukkustund flesta daga. Það má skipta nefslímubólgunni í 2 tegundir eftir einkennum:

  • Árstíðabundin einkenni (ofnæmisnefkvef).
  • Einkennin koma fram óháð árstíð.

Hvað er ofnæmisnefkvef?

Ofnæmisnefkvef er algengasti ofnæmissjúkdómurinn í heiminum; u.þ.b. 15% íbúa iðnaðarsamfélaga hafa það. Einkenna verður fyrst vart á barnsaldri en það dregur úr þeim eftir 30-40 ára aldur. Ofnæmisnefkvef getur verið ættgengt.

Hver er orsökin?

Þetta er ofnæmi gagnvart efnum sem berast með andrúmsloftinu í efri hluta öndunarvegar (nef, kinnholur og kverkar) og stundum einnig í augu. Margar örsmáar agnir (ofnæmisvaki) berast á nefslímhúðina og ýta undir mótefnamyndun í ónæmiskerfinu. Þegar mótefnið tengist mótefnavakanum (ögn) losnar ákveðið efni, histamín, sem veldur bólgu og ertingu í öndunarveginum.

Hver eru einkennin?

  • Tárarennsli og kláði í augum.
  • Stíflað nef með nefrennsli. Hnerri.
  • Kláði í mjúka gómnum.
  • Hósti.

Hver er orsakavaldurinn?

Algengustu efnin sem valda ofnæmisnefkvefi eru:

  • ofnæmisnefkvef á vorin: Trjáfrjókorn t.d. hesliviður og birki
  • ofnæmisnefkvef á sumrin: Grasfrjókorn
  • ofnæmisnefkvef á haustin: Körfublóm t.d. chrysantemum
  • heilsárs ofnæmisnefkvef: Ryk og myglusveppur
  • loftmengun t.d. tóbaksreykur
  • skert starfsemi ónæmiskerfisins (vegna lyfja eða sjúkdóms).

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Stundum er nóg að segja lækninum hvar, hvenær og hvernig einkenna verður vart. Það er gert húðpróf (ofnæmispróf) sem hugsanlega greinir ofnæmisvaldinn. Stundum er tekið blóðsýni til rannsóknar.

Ráðleggingar


Reynið að forðast þau efni í umhverfinu sem valda ofnæmi. Ef þú ert með ofnæmisnefkvef af völdum margra mismunandi frjókorna er nauðsynlegt að reyna að forðast þau. Mikilvægt er að hafa dyr og glugga lokaða þegar frjókornamagnið er sem hæst.

Ef þú finnur fyrir ofnæminu allan ársins hring eða ert með ofnæmi fyrir ryki er sniðugt að haf eftirfarandi í huga varðandi þau herbergi sem þú notar mest:

  • þar séu sem fæst húsgögn
  • fjarlægðu teppi og jafnvel gardínur. Þú getur notað plastgardínur
  • þrífðu veggi, tréverk og gólf með blautri tusku. Bónaðu gólfið
  • notaðu einungis teppi sem hægt er að þvo
  • notaðu sængurföt sem hægt er þvo, sömuleiðis teppi og sængur. Forðastu ullarteppi og vatteruð teppi
  • notaðu tré- og plaststóla, ekki bólstraða stóla
  • notaðu ryksugu og blauta tusku við þrif.
  • Láttu hluti sem eru mjög rykugir, t.d. bækur og gömul föt, eiga sig.
  • Hafðu engin gæludýr, nema fiska, í húsinu.
  • Þegar þú ert innan um mikið af efnum sem orsaka ofnæmisviðbrögð, t.d. við þrif, notaðu þá hlífðargrímu.
  • Láttu aðra sjá um garðverkin.

Matur

Forðastu mat sem veldur ofnæmisviðbrögðum.

Hugsanlegir fylgikvillar?

  • Meiri hætta á öndunarfærasjúkdóma t.d. astma.
  • Eyrnabólga.
  • Svefnörðugleikar og síþreyta.

Batahorfur

Hægt er að draga úr einkennum með lyfjum en þú losnar aldrei við ofnæmið. Sennilega hefur þetta meiri óþægindi í för með sér en beinlínis þjáningar.

 

Fleiri góðar heilsugreinar á doktor.is logo

 

Tengdar greinar: 

Heilsan á aðventunni
Ertu að fá kvef? – 8 ráð til að hnekkja á flensupúkanum
5 merki þess að þú ættir að hringja þig inn veika/n í vinnuna

SHARE