HNEYKSLI: Skóli fótósjoppar stúlkur án vitundar – Myndir

Á því leikur enginn vafi að menntayfirvöld eru ströng á klæðaburð stúlkna í Bandaríkjunum. Sér í lagi þegar er komið inn í sjálft Biblíubeltið, hvað þá í Utah.

En öllu má setja mörk og einnig hegðun fullorðinna, sem stundum sjá djöfulinn í hverju horni þar sem aðeins saklaus börn eru að leik. Þannig leyfðu skólayfirvöld í gagnfræðaskóla einum í Utah sér að fótósjoppa klæði á stúlkur sem mættu til myndatöku fyrir árbókina nú í vor.

Og það án þeirra vitundar. Hvað þá samþykkis. 

Ein stúlkan var í hlírabol, á hana voru umsvifalaust settar ermar. Önnur var í bol sem varla mætti kalla fleginn. Henni var fenginn nýr bolur, sem var klæddur undir þann upprunalega, sem hún mætti í til að sitja fyrir. Og engin þeirra var spurð; engar viðvaranir voru gefnar og svona voru myndirnar prentaðar.

Í óþökk þeirra sem sátu fyrir.  Aðeins stúlkur voru fótósjoppaðar. Engir drengir. 

Skólayfirvöld verja ákvörðun sína, segja skilti hafa hangið uppi fyrir framan ljósmyndabásinn og þverneita að nokkur ósiðlegt hafi átt sér stað meðan myndvinnslan stóð yfir; hvað þá að stúlkurnar hafi átt nokkurn rétt á að vita hvað var aðhafst að lokinni töku.

 

Lítum aðeins á myndirnar sjálfar. Dæmi hver fyrir sig: 

photoshop-1-de

Þessi unga kona var klædd í bol án sinnar vitundar.

photoshop-2-de

Hlírabolir hljóta að vera bannaðir í Utah.

 

photoshop-3-de

Alltof flegið hálsmál. Klædd í bol.

 

o-YEARBOOK-570

Húðflúr fjarlægt og stúlkan klædd í bol sem nær upp að viðbeini án sinnar vitundar. 

 

Því konur ættu aldrei að bera handleggi sína í fjölmenni …. 

 

Myndirnar, sem voru unnar á vitundar stúlkanna, segja óneitanlega ákveðna sögu um viðhorf skólayfirvalda til ungra stúlkna í Utah en fréttamiðlar vestanhafs loga vegna málsins og hér má sjá umfjöllun The Huffington Posts  um málið:

 

SHARE