Hollar súkkulaðibitakökur

Hún Berglind Ósk heldur úti vefsíðunni http://lifandilif.is og þar er bæði að finna flottan fróðeik sem snýr að heilsu og hollar uppskritir.

Kíkið á síðuna hennar.

Súkkulaðibitakökur eru alltaf dásamlegar með kaffinu.  Þessi uppskrift gefur um 12 stk. hollar og góðar súkkulaðibitakökur sem gott er að grípa í með kaffibollanum.  Þær eru glúteinfríar, trefjaríkar og nokkuð próteinríkar.  Einnig innihalda þær töluvert af járni, magnesíumi, potassíumi og kalki. 

Uppskrift:

12 stk. girnilegar súkkulaðibitakökur: 

2 bollar möndlumjöl

1/2 bolli kókosmjöl

1 tsk. 100% kakó

1 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. sjávarsalt

1 msk. vanilla extract

2 stk. egg

1/2 bolli hunang

2 msk. súkkulaðibitar/-spænir

1 tsk. spirulina-/chlorella- eða annað grænt duft (má sleppa)

  • Stillið ofninn á 180ºC.
  • Blandið saman í skál möndlumjöl, kókosmjöl, lyftiduft, matarsóda, salti og grænu dufti (ef notað). 
  • Í aðra skál, þeytið saman eggjum, vanillu og hunangi þangað til það er vel blandað saman og létt í sér.  Blandið því þá saman við þurrblönduna og bætið við súkkulaðinu.  Blandið öllu vel saman. 
  • Fletjið út bökunarpappír og notið matskeið til að búa til kökurnar.  Þetta ættu að vera ca. 12 kökur.
  • Bakið í ca. 15 mínútur eða þannig að kökurnar séu bakaðar í gegn. 
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here