Hollt hafrakex – Uppskrift

Hafrakex finnst mér ótrúlega gott t.d með smjöri og osti nú eða jafnvel ávöxtum eða hverju sem fólki dettur í hug.

(uppskrift úr “Adventsbak” eftir Linneu Seidel)

150 g smjör

2,5 dl mjólk

6 dl hafragrjón/mjöl (þetta sem fer í hafragrautinn!)

2 dl grahamsmjöl

1 tsk bakpulver (örlítið minna af lyftidufti)

0,5 tsk salt

2 msk sykur

Bræða smjörið í potti og bæta við mjólk, hita þartil næstum fer að sjóða og hella svo yfir haframjölið sem búið er að mæla í skál. Hrært og látið standa þartil kólnar. Verður eins og þykkur grautur.

Blanda saman restinni og bæta við. Hnoða þartil orðið að fallegu deigi. Flatt út og stungið út í þeirri stærð/lögun sem maður óskar eftir. Við notuðum frekar lítið mót því mér finnst gaman að geta boðið uppá munnsbitastærð. Röðuðum á plötu og stungum svo með gaffli 3x í hverja köku.

Bakað í 8 mín við 200 gráðu hita.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here