Hollustu kalkúna/kjúklinganaggar – Uppskrift frá Valkyrjunni

Hollustu kalkúna/kjúklinganaggar

Þú þarft:
* Kalkúna eða kjúklinga hakk
* 1-2 egg
* Mjólk
* Bragðlaust Prótein eða hveiti
* Tilbúna brauðmola eða heimagerða
* Krydd að eigin vali

Aðferð:
Taktu til 3 skálar , helst flatar ekki kúptar, og 1 stóran disk. Skelltu egginu og mjólkur dreitil út í og þeyttu með gafli í eina skálina. Í aðra skálina seturðu próteinið eða hveitið. Svo seturðu brauðmolana ásamt kryddinu og blandar saman í þriðju skálina. Diskurinn er fyrir naggana.
Taktu smá kúlu af hakkinu, eftir því hversu stóra þú vilt hafa naggana, hnoðaðu örlítið saman með puttunum og veltu þeim uppúr próteininu/hveitinu, næst dýfiru nagganum í eggjablönduna, og síðast í brauðmolana. Svo fer nagginn á disk. Þetta gerir þú koll af kolli.
Ég hita ofninn á 150°C og elda naggana aðeins að innan, ekki þar til þeir verða gullin brúnir að utan, því ég læt þá kólna og frysti þá. Svo þegar ég vil borða nagga þá tek ég nokkra út og skelli þeim í ofninn þar til þeir eru gullin brúnir að utan.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here