Hollustubrownies sem bráðna í munni

Hér er á ferðinni hráfæðiskaka þar sem bæði hollusta og einfaldleiki fara saman. Það er algjör óþarfi að hræðast að nota avacado í bakstur – það setur punktinn yfir i-ið hvað þessa köku varðar.

Sjá einnig:Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi

IMG_7800-2

Hollustubrownies

170 g valhnetur (eða pekanhnetur)
170 g döðlur, steinlausar
30 g hreint kakó

Súkkulaðikrem
1 avacado
3-5 msk hunang (eða agavesýróp)
30 gr kakóduft
2 tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
hnífsoddur kanill

  1. Blandið saman hnetum, döðlum og 30 gr af kakódufti í matvinnsluvél og blandið þar til deig hefur myndast.
  2. Setjið blönduna í ca. 20×20 cm stórt form hulið smjörpappír eða þá stærð sem þið kjósið – ef minna verða kökurnar að sjálfsögðu bara þykkari. Mér finnst ágætt að nota brauðform.
  3. Látið avacado, hunang, 30 gr kakóduft, vanilludropa, salt og kanil í matvinnsluvél og blandið þar til blandan er farin að líkjast súkkulaðikremi. Smyrjið því næst kreminu á kökuna.
  4. Setjið í frystinn í amk. 30 mínútur og skerið síðan í sneiðar.
    Skreytið með kókosflögum og jarðaberjum.
SHARE