Holly Madison íhugaði sjálfsmorð og líkir dvölinni á Playboy setrinu við martröð

Fyrrverandi kærasta Hugh Hefner, Holly Madison, er að gefa út bók um líf sitt og hvernig það var í raun og veru að búa á Playboy setrinu.

Hin 35 ára gamla Holly varð fyrst fræg þegar hún var partur að raunveruleikaþáttunum The Girls Next Door en það var þáttur sem fjallaði um kærustur Hugh Hefner. Þátturinn var sýndur á árunum 2005 til 2010 en Holly segir að lífið hafi ekki verið næstum því eins frábært og það leit út fyrir að vera í þáttunum.

Holly var í þáttunum ásamt tveimur öðrum stelpum þeim Kendra Wilkinson og Bridget Marquardt, en þær voru einnig kærustur Hugh á þeim tíma.

Lífið á Playboy setrinu varð fljótt eins og martröð fyrir Holly en hún varð afar þunglynd á þessum tíma. Dagleg rútína var stjórnað af hörðum reglum, kúgun og baráttunni við metnaðarsamar Playboy kanínur sem fóru á bakvið fólk til að ná sínu fram.

Holly týndi sjálfri sér og hafði enga sjálfvirðingu né von um einhverja framtíð. Ástandið varð svo slæmt að í eitt sinn þegar hún sat í baði ætlaði hún að láta verða að því að drepa sig. Holly lét sem betur fer ekki verða af því heldur ákvað að taka stjórn á lífi sínu.

Í dag er Holly gift Pasquale Rotella og á tveggja ára gamla dóttir.

13988156-13988158-large Holly-Madisons-book

Sjá einnig: Playboy kanínan Holly Madison sýndi áhorfendum fæðingu dóttur sinnar – Myndband

Playboy-founder-Hugh-Hefner-and-his-dates-Holly-Madison-L-and-Kendra-Wilkinson

Sjá einnig: Fyrrum playboy kanína talar um hvernig hún heldur sér í formi á meðgöngunni

 

 

SHARE