„Hommar teikna píkur” – Frábærar myndir

Fyrirsögnin kann að vera undarleg, en hún er réttnefni og er bein þýðing á Instagram reikning sem ber nafnið Gay_Men_Draw_Vaginas eða einfaldlega „Hommar teikna píkur”.

Allt hófst þetta fyrir nokkrum mánuðum þegar Buzzfeed (eitt af okkar uppáhalds) birti myndband sem bar heitið „Men Explaining Vaginas” þar sem karlmenn reyndu að (og mistúlkuðu hvað ofan í æ) útskýra kynfæri kvenna. Spurningar á borð við „Hvar er leghálsinn” og „Hvaðan kemur pissið?” vafðist merkilega fyrir ótrúlegustu mönnum.

Trend var fætt; mímið „strákar útskýra stelpulíffæri” flögraði út í heiminn og í framhaldinu fæddist Instagram reikningurinn (hinn upplýsti) sem ber heitið „Gay men Draw Vaginas” – eða einfaldlega „Hommar teikna píkur” hvernig sem það nú kann að hljóma.

Hugmyndin er hugarsmíði Shannon O’Mally nokkurrar, sem er rithöfundur og bað vin sinn, Keith Wilson, sem er samkynhneigður kvikmyndagerðarmaður, að teikna píku á blaðsnepil meðan þau snæddu kvöldverð saman. Krotið, sem Keith kom á blað, reyndist svo skemmtilega ónákvæm eftirgerð af píku að saman ákváðu þau að hafa uppi á fleiri samkynhneigðum körlum sem væru til í að gera slíkt hið sama – með bráðskemmtilegum niðurstöðum.

Shannon og Keith hafa nú hrundið af stað Kickstarter söfnun í þeim tilgangi að setja allar skissurnar saman og gefa út í bók – en þau stefna á 220 blaðsíðna útgáfu í hágæða litaprentun, sem mun samanstanda af klassískum listaverkum úr smiðju þekktra listamanna og kroti meðalmannsins og segja engan vafa á því að útgáfan muni sæma sér jafnt í virðulegum kvöldverðarboðum sem og á eldhúsborðum, við sérstök tilefni og jafnvel á tyllidögum fjölskyldunnar.

Hver veit? Jafnvel einhverjum detti í hug að gefa tengdafjölskyldunni bókina góðu að gjöf næst þegar helgarboð ber upp?

 

SHARE