Hönnun í takt við náttúruna

Áhrif náttúrunnar sjást æ víða í hönnun heimila, enda kraftur og fegurð uppspretta hugmynda sem nýtist jafn við hönnun og listsköpun. Þetta fallega heimili í norður Kaliforníu er gott dæmi um það. Sótt er ásýndar umhverfisins og gætt að þessi að viður fái notið sín sem og að gluggar þess séu með þeim hætti að til að mynda í svefnherbergjum er nánast eins og rúmin séu staðsett út í Guðs grænni náttúrunni. Þá er einnig haft að leiðarljósi að útlit þess falli vel inn í umhverfið og sé hluti af heildarmyndinni. Það var hönnunarstofan The Carlton Architecture + Design sem leysti þessa áskorun vel af hólmi.

Grunnur húsins er klæddur með hlöðnu grjóti og ásýnd þess er í takt við skóglendið.
Grunnur húsins er klæddur með hlöðnu grjóti og ásýnd þess er í takt við skóglendið.
Tignarlegur inngangur með fallegri viðarklæðningu.
Tignarlegur inngangur með fallegri viðarklæðningu.
Húsgögnin er í kremuðum tónum og brotin upp með púðum í skærari litum, en allt tónar vel saman.
Húsgögnin er í kremuðum tónum og brotin upp með púðum í skærari litum, en allt tónar vel saman.
Stórir gluggar einkenna húsið.
Stórir gluggar einkenna húsið.
Eldhúsið er úr fallegum við og dökkbrúnn litur á milli innréttingarinnar.
Eldhúsið er úr fallegum við og dökkbrúnn litur á milli innréttingarinnar.
Lofthæðin í húsinu er skemmtileg og minnir á víðáttuna utan dyra.
Lofthæðin í húsinu er skemmtileg og minnir á víðáttuna utan dyra.
Glerhandriðið hleypir birtunni frá gluggum áfram inn í rýmið.
Glerhandriðið hleypir birtunni frá gluggum áfram inn í rýmið.
Gott útsýni beint úr bólinu, það er nánast eins og sofið sé undir berum himni.
Gott útsýni beint úr bólinu, það er nánast eins og sofið sé undir berum himni.
Skógur og fjöll - útsýnið margbreytilegt eftir veðráttu.
Skógur og fjöll – útsýnið margbreytilegt eftir veðráttu.
Ekki slæmt að tæma hugann og njóta útsýnisins úr þessu baðkari.
Ekki slæmt að tæma hugann og njóta útsýnisins úr þessu baðkari.
Einfaldleiki en markmiðinu náð með útliti húsins og tengslum þess við umhverfið.
Einfaldleiki en markmiðinu náð með útliti húsins og tengslum þess við umhverfið.
Gluggarnir hleypa nánast náttúrunni beint inn sama hvaða rými er um að ræða.
Gluggarnir hleypa nánast náttúrunni beint inn sama hvaða rými er um að ræða.
Hús og umhverfi í sátt og samlyndi.
Hús og umhverfi í sátt og samlyndi.

 

SHARE