Honum fannst líkami minn of krumpaður til að stunda kynlíf með mér

Robin Korth er rithöfundur og heldur ræður um allan heim. Hún skrifaði þessa grein um lífsreynslu sem okkur fannst vera þess virði að deila með ykkur:

Nakin, stóð ég í hurðinni á skápnum mínum með öll ljós kveikt og var að gera mig tilbúna. Ég dró andann djúpt og stillti speglunum þannig upp að ég gæti séð mig alla. Ég var meðvitað að vinna að því að setja allar mínar fyrirfram ákveðnu hugmyndir um líkama minn til hliðar. Ég opnaði augu mín og horfði gaumgæfilega á líkama minn. Hjarta mitt brast aðeins við það að uppgötva sannleikann: Ég er ekki ung kona lengur. Ég er kona á besta aldri. Það sést á líkama mínum að hann hefur haldið anda mínum uppi í gegnum lífið.

Hjarta mitt brast aðeins
við það að uppgötva sannleikann:
Ég er ekki ung kona lengur.

Ég er 59 ára gömul kona sem er heilsuhraust bæði á líkama og sál. Ég er 175 cm á hæð og 61 kg. Ég er í stærð 36 í buxum og brjóstin á mér eru alls ekki nálægt naflanum mínum. Í raun eru þau frekar smá þar sem þau fylla naumlega upp í skálastærð B. Ég er ekki með flauelsslétt læri lengur og er komin með spékoppa á rasskinnarnar. Upphandleggir mínir hristast aðeins og húðin mín ber þess merki að hafa fengið að njóta sólarinnar einu sinni eða tvisvar. Línurnar í kringum mitti mitt eru mjúkar og ég er ekki jafn stinn og þegar ég var yngri og það er far eftir keisaraskurðinn sem ég fór í svo hann er ekki jafn sléttur og hann var, sem sést þegar ég er í bikini – en þessi skurður gaf mér son minn.

Af hverju er ég að skoða mig með þessum gagnrýnu augum? Jú það var kominn tími til að velta fyrir mér þeim skemmdum sem unnar hafa verið á menningu okkar og fara að elska sálina mína. Það var kominn tími til að sætta mig við hvern einasta galla, ör eða lýti á líkama mínum – Líkamanum sem hafði verið kallaður „of krumpaður“ af manni sem hreifst af orku minni og huga, en hreifst ekki af sannleikanum um mig. Hann hét Dave og var 55 ára gamall.

Ég reyndi alla helgina
að fá meiri nánd en því
var alltaf eytt í hvert skipti.

Við hittumst á stefnumótasíðu. Dave var áhugaverður, gáfaður herramaður. Við héldumst í hendur og hann fór með mig í langa hjólreiðatúra. Hann keyrði langar leiðir til að hitta mig. Hann eldaði fyrir okkur og hafði gaman að hundinum mínum. Ég var spennt fyrir honum og langaði að kynnast honum betur svo við plönuðum að eyða helgi saman. Þá fóru hlutirnir að verða ruglingslegir, óþægilegar þagnir fóru að myndast og eitthvað vantaði upp á hjá okkur. Við fórum saman í rúmið eins og pör gera, – nakin og snertum hvort annað – allsstaðar. Við kysstumst og sváfum í faðmlögum. Ég reyndi alla helgina að fá meiri nánd en því var alltaf eytt í hvert skipti.

Á mánudagskvöldið töluðum við svo saman í síma og ég spurði þennan mann, sem ég hafði sofið með í rúmi í þrjár nætur, af hverju við hefðum ekki notið ásta. „Líkami þinn er of krumpaður,“ sagði hann án þess að hika. „Ég hef dekrað við sjálfan mig í gegnum árin með ungum konum, svo líkami þinn æsir mig ekki upp. Ég kann að meta orkuna þína og hláturinn, hugann og hjartalagið, en líkamin þinn æsir mig ekki upp.“

Ég var orðlaus. Særindin komu seinna. Ég spurði hann hægt og rólega hvort honum finndist erfitt að horfa á líkama minn. Hann sagði já. „Svo, það að sjá mig nakta var óþægilegt fyrir þig?“ spurði ég. Hann svaraði að hann hefði bara orðið að líta undan. Þegar ljósin voru slökkt þá hefði hann ímyndað sér að líkami minn væri unglegri – að ég væri yngri. Ég átti erfitt með að anda eðlilega meðan ég meðtók þessar upplýsingar. Mér varð heitt í framan af skömm og ég skammaðist mín fyrir það hversu auðvelt mér hafði fundist að vera nakin fyrir framan hann undanfarna daga.

Við töluðum aðeins lengur saman og ég var annars hugar. Hann talaði um sokkabuxur og fatnað sem myndi „fela“ aldur minn. Hann sagði mér blíðlega að hann elskaði „efnislitla svarta kjóla“ og bandaskó. Hann sagði mér að hárið mitt væri ekki sítt og mikið eins og hann vildi hafa það, en það væri samt í lagi því það væri „töff“. Mér leið eins og Barbie dúkku sem hafði orðið fyrir sýruárás, á meðan ég hlustaði á hann. Hann var alveg grunlaus um  það hversu særandi orð hans voru. Hann var að hlutgera mig og segja mér hvernig ég ætti að klæðast og vera til að fullnægja hans hugmyndum um hvernig konur eiga að vera kynþokkafullar.

Mér leið eins og Barbie dúkku
sem hafði orðið fyrir sýruárás,
á meðan ég hlustaði á hann. Hann var
alveg grunlaus um  það hversu
særandi orð hans voru.

Hann útskýrði fyrir mér að fyrst við værum búin að eiga þetta spjall og ég vissi hans hug, að það yrði ótrúlega gaman hjá okkur í rúminu. Ég sagði nei. Ég myndi ekki fela mig fyrir mínum eigin líkama. Ég myndi ekki klæða mig í fatnað til þess að líkami minn yrði „þolanlegur.“ Ég myndi ekki afklæðast í myrkri eða fara í sturtu með lokaða hurð. Ég sagðist ekki ætla að gera lítið úr mér fyrir hann – eða nokkurn annan. Líkami minn er fallegur og alveg í stíl við hjarta mitt og huga.

Þegar ég sagði Dave að ég vildi aldrei heyra eða sjá hann framar, var hann ringlaður og kvartaði yfir því að ég væri að gera stór mál úr engu. Hann vældi um það að ég væri búin að taka lítinn part af sambandinu okkar og gert hann að heljarinnar máli. Ég vildi ekki einu sinni reyna að útskýra særindin og viðbjóðinn sem hann hafði valdið mér. Ég fann í alvöru til með þessum manni þegar ég lagði símtólið á. Það var svo eftir þetta símtal sem ég fór inn í svefnherbergi og fór að skoða líkama minn. 

Þegar ég stóð þarna við spegilinn horfði ég hugrökk á hvern millimetra líkama míns og gaf honum ást, virðingu og umhyggju. Þessi líkami ER ég. Hann heldur utan um sálina mína og hefur haldið utan um hjartað mitt alla mína daga. Hver hrukka og hver galli er merki um að ég hef lifað og gefið líf. Með tár í augunum tók ég utan um sjálfa mig. Ég þakkaði guði fyrir að gefa mér þennan líkama og þetta líf og þakkaði þessari dapurlegu sál, Dave, fyrir að minna mig á hversu dýrmætt lífið er.

Til að lesa meira frá Robin, kíktu þá á heimasíðu hennar.

 

SHARE