Honum var sagt að hann myndi ekki geta gengið með barn

Hinn 28 ára gamli Wyley Simpson frá Texas, hefur verið í hormónameðferð því hann er að ganga í gegnum kynleiðréttingu. Hann var ekki búin að fara á blæðingar í nokkra mánuði, þegar hann komst að því að hann væri barnshafandi.

Wyley og unnusti hans, Stephen Gaeth, áttu alls ekki von á að þetta gæti gerst og voru alls ekki reiðubúnir að verða foreldrar. Þeir ákváðu þó að eignast barnið en Wyley varð fyrir miklu aðkasti og leiðindum á meðgöngunni, frá ókunnugum.

Wyley sagði í samtali við Unilad:

Ég var stressaður og í tilfinningalegu uppnámi. Ég grét og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var líka mín fyrsta meðganga.

Wyley segir að stressið hafi líka verið vegna þess að fólk var mjög dómhart því hann var ófrískur karlmaður. Hann segir að leiðinlegar athugasemdir hafi gert erfiða meðgöngu, enn verri.

Ég hef verið í kynleiðréttingaferlinu frá því ég var 21 árs, svo óléttubumban var svo kvenleg að það ruglaði alveg í kollinum á mér,

segir Wyley og bætir við að þetta hafi allt verið þess virði þegar þeir fengu son sinn, sem þeir nefndu Rowan, í fangið. Framkvæmdur var bráðakeisari á Wyley og strax eftir fæðinguna gat Wyley byrjað að taka hormónana aftur.

 

 

 

SHARE