Hörmulegur endir á lífi leikarans Robin Williams – Dánarorsök liggur fyrir

Á mánudag greindi Hún.is frá þeim hörmulega atburði að leikarinn Robin Williams hafi fallið fyrir eigin hendi 63 ára að aldri.

Samkvæmt lögreglu þá fannst leikarinn á heimili sínu á mánudag en aðstoðarkona hans kom að honum meðvitundarlausum og hringdi á neyðarlínuna. Robin var svo úrskurðaður látinn 2 mínútur yfir 12 sama dag.

Á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun greindu lögregluyfirvöld í Marin County í Kaliforníu frá dánarorsökum hans. Leikarinn sem hefur þjáðst af miklu þunglyndi undanfarna mánuði reyndi fyrstu að skera sig á púls en tók svo á það ráð að hengja sig. Niðurstöður úr eiturefnarannsókn sem gerð var á líki Robin liggja ekki fyrir og því ekki vitað hvort að leikarinn hafi innbyrt einhver lyf áður en atvikið átti sér stað.

Erlendir fréttamiðlar hafa síðustu daga fjallað mikið um ævi leikarans en ein síða birti þetta myndband hér sem kannski lýsir karakter leikarans út á við hvað best.

SHARE