Hræðilegt mál – Nágranninn hringdi á lögregluna

Faðir litlu 5 mánaða gömlu stúlkunnar neitar því að hafa orðið valdur að dauða hennar samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Faðirinn er á þrítugsaldri var engu að síður úrskurðaður í 9 daga gæsluvarðhald en eftir bráðabirgðakrufningu lítur út fyrir að stúlkan hafi látist vegna blæðingar í heila eða barnahristings.
Faðir barnsins var einn með stúlkuna og leitaði til nágranna síns þegar hann sá að eitthvað amaði að barninu og nágranninn hringdi á sjúkrabíl en stúlkan lést á Landspítalanum nokkrum klukkustundum síðar.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here