Hraustur maður lést í sóttkví heima

47 ára gamall maður, Tim Galley, lést á heimili sínu vegna Covid-19. Hann byrjaði að vera lasinn og var í sóttkví heima hjá sér þegar hann lést.

Tim byrjaði að finna fyrir veikindum á sunnudag og var með hálsbólgu, en hann hafði verið í smá teiti á laugardagskvöld. Hann fór ekki í vinnu á mánudegi og hitinn fór hækkandi. Tim fannst látinn á heimili sínu á þriðjudag.

Kærasta Tim, Donna, er auðvitað í sjokki en hún var ekki heima hjá honum því hún fylgdi ráðum stjórnvalda og hélt sig í burtu frá honum, því hann var í sóttkví. Hún segir að Tim hafi verið annars mjög hraustur maður. Hún segir að skilaboðum frá Tim hafi farið fækkandi eftir því sem honum fór versnandi.

„Eftir því sem honum fór versnandi bað ég hann að hringja í sjúkrabíl, en hann sagði að það væri óþarfi, hann væri ekki með undirliggjandi sjúkdóm og læknarnir hefðu nóg að gera við að sinna fólki sem þyrfti á því að halda.“

Á mánudagskvöld hafði Donna orð á því í skilaboðum að hún vildi ekki vera án hans í tvær vikur út af sóttkví. Svarið frá honum var: „Ekki hafa áhyggjur, við sjáumst alveg.“

Donna fór að hafa áhyggjur á þriðudag þegar Tim var hættur að svara henni. Hún hringdi í nágrannana og þeir komu að Tim látnum í rúminu sínu.

SHARE