Hrekkjavöku dress sem þú getur útbúið sjálf

Ertu á hraðferð? Tímirðu ekki að splæsa í splúnkunýjan hrekkjavökubúning? Örvæntu eigi. Líkt og Öskubuska reddaði sér inn á ballið þá getur þú græjað flottan hrekkjavökubúning sem kostar ekki annan handlegginn á bara nokkrum mínútum.

Þú einfaldlega græjar leðurblökuvængi og eyru sem þú getur notað við hvaða svarta kjól sem er en flestar lumum við á einhverju svörtu í fataskápnum okkar.

bat

Einfaldur og krúttlegur búningur!

 

Leiðbeiningar

bat2

 

  • Mældu lengd milli herðarblaða og út að fingrum. 
  • Notaðu gamla flík eða keyptu efni í næstu vefnaðarverslun
  • Brjóttu saman efnið til helminga og teiknaðu upp vængjamynstrið útfrá lengdinni sem þú mældir.

bat4

 

  • Opnaðu vængina og festu fyrir mitt bak eins og sést á myndinni með saumavél eða nál og tvinna.

bat3

 

  • Festu teygju eða band neðst eins og myndin sýnir til að vængirnir haldist á fingrunum

bat6

 

  • Mikilvægt að vængirnir séu í réttri lengd til að strekkjast beint. 

bat5

 

  • Klipptu út fjórða þríhyrninga úr leðurefni eða öðru aðeins þykkara efni
  • Snúðu hliðunum öfugt þegar þú ert að sauma þær saman svo að þær snúi rétt þegar þú snýrð þeim við.
  • Festu eyrun á spöng eða hárband sem þú getur fest almennilega.

16x9

 

Tilbúið!

Líkar þér þessi grein? Smelltu á like takkann og deildu gleðinni.

SHARE