Hreyfiöfl svengdarinnar

Í heilanum eru tvær aðskildar stöðvar sem stjórna matarlyst okkar – svengdarstöðin og saðningarstöðin. Þessi svæði í undirstúku heilans – spennuvirki mannsins – voru uppgötvuð á sjötta áratugi aldarinnar en síðan hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á því hvernig matarlystinni er stjórnað.

Ljóst er að margir lífeðlisfræðilegir þættir virka á svengdar- og saðningarstöðvarnar og þeir standa í flóknu innbyrðis samspili. Það eru samanlögð áhrif þessara þátta og næmi okkar á þau boð sem þeir bera með sér sem ráða því hvenær við verðum svöng, hversu svöng við verðum og hversu mikið við þurfum að borða til þess að verða södd.

Sumir framkalla mörg tákn um að þeir séu saddir eða eru sérstaklega næmir fyrir þeim boðefnum sem heilanum eru send. Þeir verða því ekki eins svangir og aðrir og eiga auðveldara með að halda sér grönnum. Aðrir eru sísvangir og neyðast til að huga vel að því sem þeir setja ofan í sig svo þeir geti borðað sig sadda án þess að blása út.

 

Sjá einnig: Ekki tala við mig, ég er svöng!

Svengd er afar öflug líffræðileg eðlishvöt sem flestir eiga mjög erfitt með að hemja til lengdar. Þess vegna misheppnast þeir megrunarkúrar sem krefjast þess að fólk haldi aftur af sér og standist það til lengdar að bæla með sér svengdartilfinningu.

Hvað er það að vera saddur?

Það er andstæða þess að vera svangur
Það má skipta þeirri tilfinningu að vera saddur upp í mismunandi stig sem öll verða fyrir áhrifum margvíslegra lífeðlisfræðilegra þátta. Við skulum taka dæmi af tímanum frá hádegismat fram að kvöldmat.

Upphafstákn saðningar

Klukkan er tólf, þú ert svangur og sest við hádegisverðarborðið. Eftir því sem líður á máltíðina verður þú saddari og saddari þar til að því kemur að þú ert svo saddur að þú hættir að borða.

Þetta ferli má kalla upphafstákn saðningar. Útvíkkun magasekksins hefur þau áhrif að boð berast til saðningarstöðvar heilans sem leysir úr læðingi hormón í maga og þörmum. Bragð og tygging matarins hefur einnig áhrif á þetta ferli.

Fyrra skeið saðningar

Eftir þetta hefst fyrra skeið saðningar sem er fyrsti klukkutíminn að máltíð lokinni á meðan blóðrásin hefur ekki tekið upp nema lítinn hluta næringarefnanna. Hormónin í maga og þörmum hafa áhrif á þessu stigi, og senda heilanum hávær boð um að maður sé að verða saddur. Hækkað hlutfall insúlíns í blóði hefur einnig þau áhrif að manni finnst maður vera saddur á þessu skeiði.

Sjá einnig: Myndir þú gefa svöngum manni eina sneið?

Seinna skeið saðningar

Þegar upptaka næringarefna úr þörmunum í blóðrásina hefst fyrir alvöru rennur upp síðara skeið saðningar. Dreifing næringarefnanna um líkamann hefur þau áhrif að okkur finnst við vera södd fram á síðdegið. Sum næringarefni fara um lifrina og hafa margvísleg áhrif á efnaskipti hennar.
Lifrin sendir svo bæði svengdar- og saðningarboð áfram til heilans. Bruni kolvetna, amínósýra og fitusýra í lifur og öðrum líffærum senda boð til heilans: því meira súrefnis sem bruni næringarefnanna krefst þeim mun saddari finnst þér þú vera. Það merkir líka að því ríkari sem tilhneiging líkamans er til að brenna fitu í stað þess að safna henni saman í forðabúrum, þeim mun meiri saðning fæst úr máltíðinni. Það stafar af því að einungis fitubrennslan en ekki fitusöfnunin gerir mann saddan, að minnsta kosti til að byrja með.

Svengdin segir aftur til sín

Þegar kemur fram á síðdegið byrjar svengdin aftur að segja til sín. Talið er að það séu fyrst og fremst fjölmörg mismunandi prótín (svonefnd peptíð) sem hafa áhrif á svengd og saðningu í heilanum á þessu skeiði. Þessi prótín bera framandleg nöfn á borð við satíetín, cachectín, adipsín, bombesín, dópamín, enteróstatín, galanín, leptín, neurópeptíð Y, noradrenalín og serótónín. Öll þessi boðefni ákveða í sameiningu hvenær maður verður nægilega svangur til þess að hafa lyst á að borða aftur.

Hvers vegna er ég sísvöng/svangur?

Matur sem gefur frá sér veik saðningarboð! Er ég ónæmari frá náttúrunnar hendi?

Ástæða þess að sumum finnst þeir sífellt vera svangir getur verið sú að þeir borði mat sem gefur einungis frá sér veik saðningarboð til heilans – til dæmis matur með hátt fituhlutfall en er fátækur af trefjum.
Einnig er hugsanlegt að þetta fólk sé af náttúrunnar hendi ónæmara fyrir hinum margbreytilegu saðningarboðum líkamans.

 

Sjá einnig: 9 leiðir til að hætta að ofhugsa hlutina

Leptín – kenningin um saðningarhormónið

Ein útbreiddasta kenningin á sviði offiturannsókna þessi misserin er að sumir séu of feitir vegna þess að þeir séu ónæmir fyrir hormóninu leptín eða móttaki boð þess illa. Leptín verður til í fituvef og framleiðsla þess er háð stærð fituforðabúranna. Því stærri sem forðabúrin eru, þeim mun meira verður til af leptíni. Leptín getur bæði örvað brunann og sent heilanum boð um að
maður sé saddur og virkar því sem eins konar stýritæki (lipostat) á fitusöfnunina. Þannig getur leðtín ráðið stærð fituforðans á vissum svæðum sem hugsanlega eru erfðafræðilega ákvörðuð.

Vandamálið er hins vegar að þótt fólki sé gefið leptín grennist það ekki – öndvert við það sem gerist hjá sumum tilraunadýrum. Þetta getur stafað af því að sumt fólk er ekki eins næmt fyrir boðum leptíns til heilans. Sé hins vegar hægt að auka leptínnæmið með lyfjagjöf ykjust líkurnar á því að unnt reyndist að bæta þessa meðferð.

Hvað sem öðru líður er þetta sú framtíðarsýn sem stærstur hluti þeirra vísindamanna, sem fást við rannsóknir á offitu í heiminum, starfar eftir um þessar mundir.

 

Sjáið fleiri frábærar heilsutengdar greinar á doktor.is logo

SHARE