Hrikalega fljótlegur og góður fiskréttur

Hráefni:

Cirka 800 grömm ýsa
Hrísgrjón
1/2 laukur
1 rauð paprikka
Sveppir
Broccoli
Karrý
Salt
Pipar
Smá hvítlaukssmjör
Rifinn ostur

Aðferð:

Ýsan sett í eldfast mót og örlitlu af salti og pipar stráð yfir. Sjóðið hrísgrjón og broccolí í léttsöltu vatni, kælið og setjið ofan á fiskinn. Látið lauk, sveppi og papriku malla í örlitlu hvítlaukssmjöri. Hellið því svo yfir hrísgrjónin og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 180 – 200 gráður í 20 mínútur.

Borið fram með fullt af salati!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here