Hrikalega gott meðlæti með grillkjötinu

Eggaldin er eitthvað sem ég hef ekki beint vanist að borða í gegnum tíðina, enda var það ekki til á Íslandi á mínum yngri árum. En fyrir nokkrum árum smakkaði ég grillað eggaldin í fyrsta skipti og núna mér finnst sumarið eiginlega ekki komið fyrr en ég er farin að grilla þetta að minnsta kosti einu sinni í viku.  Mæli með að þið prófið. 

Hráefni

Eggaldin

Olía

Salt

Pipar

Fetaostur

Balsamic Edik

Furuhnetur

Klettasalat (má sleppa)

Þegar búið er að þrífa og þurrka eggaldinið þá sker ég það langsum í u.þ.b. 1 cm sneiðar.  Síðan smyr ég olíu á báðar hliðar og salta og pipra smá.  Gott er að leyfa þessu að standa í smá tíma, eða í 10-15 mínútur áður en farið er með út á grill.  Eggaldinið er síðan grillað á báðum hliðum þangað til það gljáir fallega.  

Áður en ég set fetaostinn ofan á sneiðarnar þá stappa ég hann aðeins saman og dreifi honum jafnt yfir.  Strái nokkrum furuhnetum yfir og jafnvel klettasalati eða einhverju öðru grænu sem ég á og helli svo smá balsamic ediki yfir allt saman.  

cca7befeb5ea78a0173f0927baa521b8

SHARE