100.000 ljósaperur lýsa í takt við þemalag Star Wars

Þolinmæðin sem liggur að baki þessu einkennilega stórvirki hlýtur að slá öll met, en hér er sumsé komin Star Wars jólaskreyting í allri sinni dýrð – 100.000 ljósaperur sem lýsa gegnum 12.400 rafmagnsleiðslur – og blikka í takt við þemalag gömlu trílógíunnar sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér um árið.

Segir allt gert fyrir efnalitlar fjölskyldur í fjáröflunarskyni

Það er fjölskyldufaðirinn Tom BetGeorge sem búsettur er í Newark, San Fransiskó, sem stendur að baki vitleysunni og staðhæfir að Star Wars ævintýri jólanna sé allt gert til að styðja við þá fátæku. Hvernig fjáröflun fyrir heimiislausa sem Tom staðhæfir að sé ástæðan fyrir jólaskreytingunum ógurlegu, verður staðið að, er ekki á hreinu en á YouTube rás Tom segir hins vegar að hann afli fjármuna sem varið verður til að styðja við efnalitlar fjölskyldur gegnum hverfiskirkjuna.

100.000 ljósaperu-maðurinn hefur birst glaður og hress í fjölmiðlum

Uppátæki Tom, sem er tónlistarkennari, rataði fyrir skömmu í bandaríska fjölmiðla og hefur hann þannig tvívegis komið fram í Good Morning America sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ABC og The Great Christmas Light Fight sem sýndur er á sömu sjónvarpsstöð.

Segir nágranna sína vera þolinmótt, auðmjúkt og skilningsríkt fólk

Frekari upplýsingar um ástæður þess að Tom ákvað að lýsa upp allt nágrennið í desember mánuði má lesa í meðfylgjandi lýsingu með myndbandinu sjálfu á YouTube en hér er hún í allri sinni dýrð, án efa ein tilkomumesta jólaskreyting sem sögur fara af:

SHARE