Hrikalegt: Sjávarlíffræðingar fanga risavaxinn smokkfisk á filmu – Myndband

Sumarfrí. Dreymin hádegissólin, sendnar strendur og blár særinn sem teygir sig lengra en augað eygir. Kannski ertu með ævintýrið um Moby Dick á strandborðinu, blakar blævængnum letilega og veltir þér í alvöru fyrir þér hvað sjórinn í raun geymi.

Sjávarverur á borð við risakolkrabba með ævintýralega löngum örmum; þær sem við til þessa höfum aðeins lesið um gegnum ævintýrabækur og hryllingsblandnar þjóðsögur af baráttu forfeðra okkar á sjó úti. Þær eru til. Raunverulegar. Og hafa loks verið fangaðar á filmu.

Uppgötvun á borð við þá sem sjá má hér á myndbandinu að neðan er stórmerkileg fyrir þá parta að djúpsjávarkönnuðir, sem lengi hafa leitað sönnunar þess að risaverur á borð við þær sem hér er að finna, séu í raun og veru til. Og loks hefur ein slík verið fest á filmu. Hrikaleg ásýndar, ævintýralega stór og viðbjóðslega fögur ásýndar.

 

Hér má sjá hrífandi TED fyrirlestur sjávarlíffræðings sem fangaði slíka skepnu á filmu: 

SHARE