HRIKALEGUR EIGINLEIKI: Kolkrabbi skrúfar lok af læstri krukku og smýgur út

Kolkrabbar eru algerlega mögnuð dýr. Liðamótalausir, þar sem dýrin hafa enga beinagrind og þeir finnast í öllum stærðum og gerðum. Talið er að yfir 300 tegundir af kolkröbbum sé að finna neðan sjávar, en kolkrabbarnir eru án efa gáfuðustu liðleysingjar heims.

Sumir kolkrabbar geta breytt litum og runnið þannig saman við umhverfi sitt þegar þeir skynja hættu á ferðum en aðrir breyta um lögun til að herma eftir öðrum dýrum til að bjarga sér frá bráðum dauða. Einhverjir kolkrabbar nýta meira að segja yfirgefna kuðunga sem skjól.

Það er einmitt liðamótaleysi þeirra (og svo sú staðreynd að þeir eru ekki útbúnir beinagrind) sem gerir þeim kleift að smjúga gegnum ótrúlegustu hindranir og glufur. Nær áreynslulaust. En hvað gerist þegar kolkrabbi hafnar í gildru og finnur enga útgönguleið?

Hann býr sér þá bara til útgönguleið. Rétt sisvona.

Hér má sjá ótrúlegt myndband af kolkrabba sem er fangaður ofan í væna glerkrukku með skrúfloki, sem er kyrfilega tryggt – og sjá – kolkrabbinn snýr bara lokinu og sleppur út …

Sjá einnig: HRIKALEGT – Ævintýralegur flótti kolkrabba af þilfari skips

SHARE