Hrúturinn í sumar: “Veit hvað hann vill og sækist óttalaust eftir því”

 Hrúturinn er fyrsta merkið í stjörnuhringnum og er eitt ástríðufyllsta stjörnumerkið. Tilfinningar Hrútsins eru einlægar, geta verið ofsafengnar og ástríðufullar. Hrúturinn veit iðulega hvað hann vill og sækist óttalaust eftir því – að hika er það sama og að tapa í augum Hrútsins – sem er fæddur leiðtogi og kann þá flóknu list að taka árangursríkt frumkvæði til hlítar.

…  sumarið er tími hinna einhleypu Hrúta sem ættu að hafa næg tækifæri til að stofna til nýrra kynna og rata í æsispennandi ævintýri meðan lofaðir Hrútar ættu að nýta frjósama orku ástarinnar til þess að hlúa að sambandinu við makann.

Hinn dæmigerði Hrútur er fullur sjálfstrausts, meðvitaður um eigin getu, þróttmikill og kann vel að meta hömlulausa, lostafulla leiki í svefnherberginu. Þegar Hrúturinn verður ástfanginn á annað borð getur hann brugðist við með barnslegri aðdáun, leikið á hvern sinn rómantíska fingur og heillað hvern sem á vegi hans verður upp úr skónnum. En Hrúturinn er á sömu stundu þrjóskur í eðli sínu og er eðlislæg ástríðan í blóð borin. Hrúturinn er hreinskiptinn í samskiptum og þolir illa fals og yfirlæti. Ef dæmigerður Hrútur verður á vegi þínum hafðu þá umfram allt hugfast að sannleikurinn er sagna bestur. Hreinskilni er það sem þú mátt vænta í samskiptum við Hrútinnn.

Sú fyrirstaða sem Hrúturinn glímdi við á fyrstu sex mánuðum ársins verður rutt úr vegi um mitt sumarið og í júlí má Hrúturinn því reikna með að uppskeran sé í höfn.

Sumarið, sérstaklega frá miðjum júlí, verður ábatasamt fyrir Hrútinn. Kynhvötin blómstrar og þess utan áhuginn á hinu kyninu. Hrúturinn verður upptekin/n af tilhugalífinu og fyrir áhrif Júpíter á hásumri má einnig vænta nýrra kynna. Einhleypir Hrútar ættu því að hafa augun galopin meðan sól er hvað hæst á himni; sumarið er tími hinna einhleypu Hrúta sem ættu að hafa næg tækifæri til að stofna til nýrra kynna og rata í æsispennandi ævintýri meðan lofaðir Hrútar ættu að nýta orku ástarinnar til þess að hlúa að sambandinu við makann.

Viðurkenning á unnum verkum, ný tækifæri og aukin tengsl við annað fólk eru í sjónmáli.

Útlit er fyrir að hinn dæmigerði Hrútur finni ekki stund aflögu fyrir langt sumarfrí – þess í stað má allt eins reikna með því að Hrúturinn finni sér ný og spennandi verkefni á sviði atvinnulífsins, verði upptekinn við að hrinda nýjum framkvæmdum úr vör og nái árangri á því sviði sem hugurinn leitar til. Sú fyrirstaða sem Hrúturinn glímdi við á fyrstu sex mánuðum ársins verður rutt úr vegi um mitt sumarið og í júlí má Hrúturinn því reikna með að uppskeran sé í höfn. Viðurkenning á unnum verkum, ný tækifæri og aukin tengsl við annað fólk eru í sjónmáli.

Hrúturinn býr yfir nær óseðjandi orku sem hann getur virkjað og knúið áfram til góðra verka.

Hrúturinn á lifandi og annasamt sumar fyrir höndum á flestum sviðum lífsins. Hrúturinn býr yfir nær óseðjandi orku sem hann getur virkjað og knúið áfram til góðra verka. Örlögin verða Hrútnum hliðholl á komandi sumri og ef rétt er á spilum haldið ætti Hrúturinn að ganga skælbrosandi og örmagna eftir ævintýri sumarsins inn í fallega haustið.

Skoða önnur merki HÉR

SHARE