HRYLLINGUR: Köstuðu steinsofandi félaga sínum af svölum á annarri hæð

Sá sem eignast vini á borð við þessa þarfnast engra óvina.

Hópur ungra, grunnhygginna og einstaklega kærulausra Ástrala sem voru á ferðalagi um Kanada ákvað, eftir að hafa setið tvo sólarhringa að sumbli, að það væri tilvalið að kasta félaga sínum sem svaf örmagna í hægindastól í miðri stofunni, fram af svölum íbúðarinnar sem þeir höfðu tekið á leigu.

Hugmyndin, sem hefði hæglega getað kostað unga manninn lífið, var að láta drenginn gossa steinsofandi ofan í myndarlega snjóbreiðu fyrir neðan svalirnar. Má þakka fyrir að ekki fór verr, en ekki er með fullu vitað hvað ungu mönnunum gekk til, annað en að beita félaga sinn grófu ofbeldi meðan hann varnarlaus svaf úr sér áfengisvímuna.

Vanhugsuð orð eins þeirra voru á þessa leið:

Vinur okkar Snowy steindrapst í stofustól eftir 2 daga fylleríistúr. Við þurftum að vekja hann svo við hentum honum fram af svölunum á annarri hæð og létum hann gossa beint niður í snjóhengjuna.

Um talsvert fall var að ræða, en ungi maðurinn lendir beint á höfðinu og mega hvatvísir félagar hans þakka sínum alsæla fyrir að félagi þeirra komst ólamaður og lifandi út úr hryllilegri atburðarásinni. Myndbandið hér að neðan er hrottafengið og alls ekki fyrir viðkvæma, en það var tekið úr sýningu á bæði YouTube og Facebook eftir fjölmargar áskoranir og kvartanir notenda.

Lögreglurannsókn hefur verið hrundið af stað á atvikinu, en engum nánari sögum fer af niðurstöðu yfirvalda á meðferð hópsins á félaganum.

 

Myndbandið er óklippt og eru viðkvæmir varaðir við áhorfinu: 

 

SHARE