Húðflúraðir karlmenn hafa löngum haft á sér leiðinlegt orðspor. Þeir þykja margir ógnandi, aðrir dularfullir – einhverjir hreinlega illvígir. Úreltar og hlægilegar staðalmyndir húðflúraðra karla varpa gjarna upp svipmynd af ímynduðum karlmanni sem hefur ýmist afplánað dóm fyrir upplogin og hroðaleg óhæfuverk, hefur hossast á sjó frá unga aldri og kann varla mælt mál á landi – eða er einfaldlega ófær um að vaxa upp úr unglingastælum og fullorðnast.

Ekkert gæti þó verið fjær sannleikanum – umræddar staðalmyndir eru hlægilegar í eðli sínu og eiga ekki við nein rök að styðjast. Húðfllúraðir karlmenn eru einfaldlega karlmenn sem kunna vel að meta líkamslist og bera allflestir klæðileg húðflúrin stoltir. Þeir eru feður, framkvæmdastjórar, vörubílstjórar og allt þar á milli; fallegir menn sem eru fullfærir um að elska af öllu hjarta.

Sjá einnig: Þú átt eftir að horfa öðrum augum á húðflúr eftir að hafa séð þetta – Myndband 

tattooed-parents-41__605

Ljósmynd: Mike Kremer

Ekkert gæti verið fjær sannleikanum en að segja húðflúraða karlmenn illvíga dóna sem eru ófærir um að gegna ábyrgð í daglegu lífi. Húðflúr hafa fylgt mannkyni frá örófum alda og húðflúr hafa afar persónulega merkingu í hugum þeirra sem með þau ganga. Húðflúr eru prýði og geta verið ægifögur – rismikil, tígurleg og hreinlega smekkleg.

Sjá einnig: Það sem fötin hylja: Húðflúraðir fletta sig klæðum

tattooed-parents-24__605

Ljósmynd: Óþekkt

Í gullfallegri umfjöllun sem Bored Panda tók saman og inniheldur svipmyndir hvaðanæva af vefnum, má sjá húðflúraða foreldra umfaðma kornung börn sín – lifandi sönnun þess að bókina skyldi aldrei dæma af kápunni; húðflúraðir feður koma frá öllum kimum alþjóðasamfélagsins og eru margir elskandi, ábyrgir og yndislegir einstaklingar sem eiga aðeins húðflúrin sjálf sameiginleg.

Sjá einnig: Flúraðar mömmur með börnin sín

tattooed-parents-37__605
Myndir segja meira en mörg orð – hér má sjá brot af úrvali þeirra mynda sem Bored Panda tók saman og er að finna á víð og dreif um veraldarvefinn – yndislegar myndir sem tala sínu máli!

tattooed-parents-15__605

Ljósmynd: Kimbahanne

tattooed-parents-2__605

Ljósmynd: h3lio.tumblr.com

tattooed-parents-38__605

Ljósmynd: Óþekktur

tattooed-parents-46__605

Ljósmynd: onesmallseed

tattooed-parents-34__605

Ljósmynd: Abi Porter

tattooed-parents-39__605

Ljósmynd: life_on_mars_uk

tattooed-parents-28__605

Ljósmynd: Óþekktur

tattooed-parents-44__605

Ljósmynd: Aidan Photograffeuse

SHARE