Húðin og kuldinn, hugsum vel um stærsta líffæri líkamans

world jól

Nýlega hefur orðið enn kaldara úti. Smám saman hefur húðin hjá mörgum eflaust orðið alveg ótrúlega þurr. Ein kona kom til mín um daginn þar sem hún hafði tekið eftir auknum þurrki í húðinni eins og hún orðaði það sjálf:  „Ég hef oft verið í meiri kulda, en aldrei fengið svona fyrr en núna. Ég nota samt mjög oft rakakrem“.

Þar liggur hnífurinn í kúnni, það sem gefur húðinni aukinn raka er vatn. Það er hátt hlutfall af vatni í rakakremum og minna hlutfall af fitu, raki er með öðrum vatn og ef við spyrjum okkur að því hvað gerist þegar vatn er úti í kulda þá vitum við öll svarið, það frýs. Það sama gerist við húðina, „rakinn“ frýs á húðinni. Þessvegna þarf að gæta vel að því að þau krem sem við notum sé ekki bara 100 % raki, betra er að vera með aðeins feit krem á veturnar og spara þá frekar rakakremin þar til að það fer að hlýna aftur.

Eins ættu allir sem hafa gaman af útivist að passa einstaklega vel upp á húðina, munið að sólin endurspeglast í snjó og getur verið lúmsk þó svo við séum ekki stödd á spáni í 30 stiga hita. Verjum húðina á veturnar. Það er allsekki galin hugmynd að nota sólarvörn þegar farið er á fjöll tildæmis yfir hátíðirnar. Njótum þess að vera úti og hugsum vel um húðina, sem er stærsta líffæri líkamans.

Björk

Höfundur: Björk Varðardóttir.

Stöðvastjóri World Class Kringlunni.

SHARE