Hugh Grant er stórkostlegur elskhugi – fær 10 fyrir bólfimi

Elizabeth Hurley, fyrrum kærasta Hugh Grant, var gestur Andy Cohen í sjónvarpsþættinum Watch What Happens Live í vikunni sem leið. Samband hennar og Hugh Grant barst í tal og spurði Andy meðal annars af hverju þau hefðu hætt saman á sínum tíma. Það stóð ekki á svari: ,,Ég elska hann ennþá og hann er einn af mínum allra bestu vinum. En hann var bara svo pirrandi og úrillur – alla daga, alltaf!”

r-elizabeth-hurley-hugh-grant-large570

En af hverju voru þau þá saman svona lengi? Í heil 13 ár, hvorki meira né minna. Nú af því að Hugh er víst stórkostlegur elskhugi. Magnaður í bólinu, blessaður. Andy bað Hurley að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 og hún þurfti ekki að íhuga málið lengi: ,,Ó, hann er tía!”

Tengdar greinar:

10 konur sem eru eldri en þig grunar

Flottar yfir fertugu – Myndir

SHARE