Húðin er okkar stærsta líffæri eins og við vitum flest og því er mikilvægt að hlúa vel að henni. Við búum á landi þar sem kalt er í veðri á veturna & þar sem veturinn er kominn er enn mikilvægara að hugsa vel um húðina, húðin getur orðið þurr í kuldanum & margir hafa líklega orðið varir við breytingar á húðinni undanfarnar vikur. Við erum alltaf að fara út í kuldann og koma svo inn í upphituð hús og það er því mikið álag á húðinni í andlitinu. Við megum ekki hugsa um húðina sem “bara húðina” heldur ættum við að hugsa um húðina sem okkar stærsta líffæri, sem hún er!

Nokkur atriði sem nauðsynleg eru fyrir húðina:

*Skrúbbur – notaðu kornakrem á andlitið reglulega, helst amk einu sinni í viku, ef þú átt lítinn pening eru ýmsar leiðir til að búa til líkams & andlitsskrúbb heima, ég hef t.d. sett uppskrift hér á Hún.is af heimagerðum líkamsskrúbb. Annars mæli ég með andlitsskrúbbinum frá til dæmis Bláa lóninu & Gatenau, gott er að nudda skrúbbinum vel með hringlaga hreyfingum á andlitið, þurrka svo mjúklega af með blautum þvottapoka & smella sér svo í sturtuna.

*Þrífðu af þér farðann! það er mikilvægt að þrífa af sér farðann fyrir svefninn. Notaðu hreinsikrem/gel sem hentar þinni húðgerð (best að fá ráðgjöf frá snyrtifræðing á snyrtistofu) ATH: starfsmenn í apóteki eru oftast ekki snyrtifræðingar og því mæli ég ekki með því að fá ráð frá ófaglærðum um húðvörur. Besti kostur er að fara á snyrtistofu og ræða við snyrtifræðing þar um vörur sem henta þinni húð best. Þvoðu farðann vel af þér og besti kostur er að nota andlitsvatn eftir á. Þá bleytir þú bómull og setur andlitsvat á hann og dumpar létt yfir andlitið eftir hreinsun, áður en þú svo smellir rakakremi á þig.

*Rakakrem –  finndu þér rakakrem sem hentar þinni húðgerð (getur þurft að nota misjöfn krem eftir árstíma) og notaðu kremið daglega. Það er afar mikilvægt sérstaklega í kuldanum

*Taktu vítamín! vítamín eru nauðsynleg fyrir húðina og hjálpa meðal annars til í baráttunni við hrukkurnar. Þú getur einnig fengið krem sem innihalda vítamínboost fyrir húðina

*Gufubað: Það er ótrúlega gott fyrir húðina að fara í gufubað af og til, hreinsar húðina til dæmis.

Tengd grein
Af hverju á ég að hreinsa húðina?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here