Af hverju á ég að hreinsa húðina?

Mjög mikilvægt er að hreinsa húðina kvölds og morgna. Húð okkar á andlitinu verður fyrir miklu áreiti frá veðri, vindum, mengun og þess háttar. Flestir eru með blandaða húð og finna á einhverjum tímapunkti fyrir þurk, ertingu og/eða of mikilli fitu-framleiðslu, jafnvel allt á sama tíma. Oft getur verið erfitt að koma jafnvægi á húðina og húðsvæðin en það er það sem við snyrtifræðingar erum helst að leitast eftir ásamt því að fegra húðina.

Undirstaðan er hreinsun. Alltaf kvölds og morgna, og ef viðkomandi notar farða þá setjum við hreinsimjólk tvisvar á húðina, fyrst fjarlægjum við farðann, mengun og önnur óhreinindi, þar á eftir til að fá fullkomlega hreina húð. Við þetta undirbúum við húðina fyrir það sem koma skal, hvort sem það er bara andlitsvatn og krem eða ef eitthvað dekur stendur til, svo sem djúphreinsun og/eða maski.

Ég get í rauninni ekki undirstrikað það nógu vel hversu mikið þetta hefur að segja til að hafa heilbrigða og fallega húð. Bólur og fílapennslar minnka umtalsvert, húðholurnar dragast saman og litarhaftið verður jafnara. Er það ekki nokkurn vegin það sem við allar viljum.

Nú er bara að fara og fjárfesta í góðum hreinsi, hvort sem það er hreinsimjólk og andlitsvatn eða góð andlitssápa/froða. Muna bara að kaupa það sem hentar þinni húðgerð, gangi þér vel.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here