Hún elskar Instagram: Bikiní og bogadregnar línur #sexyateverycurve

Það er ekkert leyndarmál að við hér á ritstjórn erum fylgjandi alvöru konum með eðlilegan líkamsvöxt og við erum líka hugfangnar af fallegri sundfatatísku.

 

Í okkar augum er ekkert skemmtilegra en konur sem þora og við tökum ofan fyrir þeim konum sem líður vel í eigin skinni. Nú er sundfatatíminn er runninn upp, sól hátt á himni og þar með sú árstíð runnin upp sem ófáar konur kvíða; tímaskeið afhjúpunar.

 

Raunverulegar konur með fjölbreytilegan líkamsvöxt og það íklæddar nýjustu sundfatatískunni er aftur á móti þema bandaríska sundfatarisans Swimsuits For All sem ríður á vaðið með dásamlegu dagatali sem ætlað er árinu 2015.

 

Yndislegt dagatal og guðdómleg Instagram síða sem hýsir fullt af litríkum klæðum og dásamlegum konum með bogadregnar línur; grönnum konum og þéttholda konum. Konum með geislandi sjálfstraust og stríðnislegan glampa í augum; konum sem þora og draga fram sína fegurstu eiginleika með því einu að koma til dyranna eins og þær eru klæddar.

 

Töfrum líkust sundfatatíska fyrir alvöru konur: 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er á Instagram, smelltu hér: 

Instagram

SHARE