Hún elskar Instagram: Pókerspilarinn Dan er sjóðheitur #playboy

Hann er oftlega nefndur “heitasti maðurinn á vefnum” og fyrir löngu orðinn Instagram stjarna með yfir 3 milljónir fylgjenda.  

Pókerspilarinn Dan Bilzerian er þekktastur fyrir ögrandi og eggjandi deilingar, sem sýna hann ýmist í faðmi gullfallegra kvenna, skjótandi af byssum eða hreinlega vaðandi í peningum. Allt er nú til; fyrir skömmu birti Dan til að mynda þessa vægast sagt undarlegu ljósmynd af sjálfum sér um borð í skútu (einhvers staðar í Frakklandi) undir merkinu #WeBenchPressBitchesFollow

 

Dan er duglegur við að klæðast sundskýlunni ef marka má aðra mynd sem hann deildi nýverið á Instagram, en hér má sjá hann í hópi vina – en það sem er athyglisverðast er sú staðreynd … að Dan er sá eini sem er í sundskýlu á myndinni …. allir aðrir eru fullklæddir.

 

 

 

Dan, er atvinnumaður í póker og fyrir löngu orðinn moldríkur af spilamennskunni, er þekktastur fyrir að deila ljósmyndum af rándýrum bílum, svaðalegum skotvopnum og hálfnöktu kvenfólki. En frægðin hefur ýmsa fylgifiska í för með sér og þannig bauðst honum að taka þátt í raunveruleikaþættinum The Millionaire Matchmaker, sem snýst um ríkt fólk sem er sent á stefnumót með öðrum einstaklingum sem gætu allt eins orðið lífsförunautar þeirra. En Dan hryggbraut þáttastjórnandann illilega og hafnaði boðinu. 

 

Þegar vinur minn tók þátt í leiknum um daginn og mætti í þáttinn sendi Patti hann á stefnumót með 31 árs gamalli Playboy fyrirsætu sem reyndist vera fertug klámstjarna með fjögur börn – skrifaði hann á Twitter og bætti því svo við að Patti, þáttastjórnandinn væri “feit, ljót og væri með ömurlegan persónuleika”

 

 

 

 

Spurningin er þá sú hvort Dan sé jafn spennandi karakter og ljósmyndirnar á Instagram gefa til kynna, en eitt er víst, maðurinn er vel að titlinum “stjarna” kominn, þó ekki væri nema fyrir það eitt að hann virðist lifa á brúninni og brenna hverjum aur sem hann aflar sér með fjárhættuspilum, um leið og sigur er í höfn.

 

HÚN er á Instagram: Smelltu á hnappinn

Instagram

SHARE