Rassinn á Carleigh – snilldar mótsvar #positivebodyimage

Hin fjórtán ára gamla Carleigh O’Donnel brást við á aðdáunarverðan máta og nýtti Instagram sem árangursríkt vopn í baráttunni við grimmt einelti sem hún háði gagnvart skólafélögum sínum á dögunum.

Ekki nóg með það, heldur fékk Carleigh móður sína í lið með sér og bað hana að deila – ekki bara myndinni – heldur eigin orðum á Facebook síðu sína og biðja alla sína vini um að gera slíkt hið sama.

Ástæðan? Einhver óprúttinn aðili hafði valið stærstu steinblokkina á ströndinni og spreyjað orðin:

 

“Rassinn á Carleigh” 

 

Stúlkan sú, sem var staðráðin í að láta engin ógeðsorð eða lítillækkandi tilvísanir í líkamsvöxt sinn slá sig út af laginu, klæddist einfaldlega bikiní fatnaði, stormaði niður á strönd og fékk trausta vinkonu til að smella af ljósmyndinni sem sjá má hér:

 

8d2faf90-e8d2-0131-c024-0eb233c768fb

 

Carleigh lét ekki þar við sitja, heldur deildi ljósmyndinni umsvifalaust á lokuðum Instagram reikningi sínum og biðlaði í framhaldinu til móður sinnar um að gera slíkt hið sama. Carleigh var reið ofsækjendum sínum og ákvað að bíta ekki þegjandi á jaxlinn, heldur svara fullum hálsi fyrir sig. Hún vildi að ljósmyndin færi á netið – meira en það, hún vildi að ljósmyndin myndi ganga um netið.

 

“Carleigh tók þá einbeittu ákvörðun að vera sterkari en þau ógeðfelldu orð sem voru spreyjuð á steinsteypuna og að hún væri stolt af eigin líkamsvexti” skrifaði móðir stúlkunnar á Facebook sl. sunnudag. “Hún sagði mér að einnig að hún væri full samúðar í garð þeirra unglinga sem fá óskipta fyrirlitningu framan í andlitið á sér á hverjum degi vegna eigin líkamsvaxtar og það um allt land. Hún skilur og vill að þau fái skýr skilaboð; að hver og einn búi yfir þeim innri styrk sem til þarf til að hefja sig upp fyrir ógeðfelldar athugasemdir og sækja þrótt í þá manneskju sem hver og einn býr yfir, hvernig sem fólk er skapað og hvað býr innra með því.”  

Hér má lesa magnaða Facebook ræðu móður Carleigh sem rataði í fjölmiðla vestanhafs:

 

 

SHARE