Hún elskar mann sem hún hefur ekki hitt

Britnee er þrítug og er ástfangin upp fyrir haus af manni sem hún hefur aldrei hitt, og það sem meira er, þá er maðurinn sem hún elskar í fangelsi. Michael er í fangelsi fyrir að aðstoða annan við líkamsárás.

Sjá einnig: Ráð sem spara þér dýrmætan tíma í eldhúsinu

Britnee hafði nýlega skilið eftir 10 ára hjónaband og var alls ekki að leita sér að öðru sambandi. Hún náði sér í smáforrit til þess að tengjast föngum og skrifast á við þá. Hún er búin að skrifast á við Michael lengi og hlakkar mikið til að hitta hann en hann er alveg að fara að losna út. Þau hafa ákveðið að fara að búa saman hjá Britnee þegar hann kemur út og sjá hvernig það gengur.

Aðstandendur Britnee eru ekki allir alveg sáttir við val hennar á þessum kærasta en hún lætur það ekki stoppa sig.

SHARE