Hún er með 2 leggöng og fer tvisvar á mánuði á blæðingar

Cassandra Bankson (22) er mjög sérstök en hún komst nýlega að því að hún er með tvö leggöng. Hún komst að því þegar hún fór til læknis vegna verks í baki og fór í allskyns próf og niðurstöðurnar sýndu að hún er með eitt nýra og tvö kynfæri.

Sjá einnig: Hann er með 2 typpi og segir bæði virka!

 

Cassandra er með eitt leggangaop en innra með henni eru tvö leggöng, tvö leg og tvo leghálsa. Semsagt tvennt af öllu. „Ég hef alltaf verið að fara til læknis annað slagið í gegnum tíðina því stundum var ég á blæðingum í 28 daga eða var kannski tvisvar í mánuði á blæðingum. Mig grunaði samt aldrei að ég væri með tvö kynfæri,“ sagði Cassandra í samtali við Mirror.

Cassandra er Youtube stjarna og hér má sjá myndbandið sem hún birti á rás sinni.

Hér má líka sjá viðtal við hana um þetta:

SHARE