Hún er með þrjú börn á brjósti – 5 ára, 3ja ára og 7 mánaða

Sitt sýnist hverjum um hvað sé hæfilegt að hafa barn lengi á brjósti. Öðru hvoru fréttist af konum sem eru enn að gefa börnum brjóst við fjögurra ára aldur og upp úr og hafa ýmsir miklar og ákveðnar skoðanir á ágæti þess (eða ekki ágæti). Þessi mál koma auðvitað engum við enda er þetta ákvörðun foreldranna og ákvarðanir fólks og skoðanir ber að virða.

Nýlega birtist í Bretlandi viðtal við Samönthu Williams sem enn er með börnin sín þrjú á brjósti.

“Ég ætlaði mér aldrei að hafa þau svona lengi á brjósti, sagði hún. En mér fannst frekar harkalegt að venja elsta barnið af brjósti þegar næsta barn var komið“. Elsta barnið, 5 ára drengur biður ekki um brjóst þegar þau eru að heiman, fær yfirleitt mjólkursopa einu sinni í viku en dóttir hennar sem er 3ja ára fær sér daglega að drekka.

Samantha segir að hún verði oft fyrir því að fólk horfi undrandi á hana. „Fólki finnst við hjónin vera furðuleg og börnin okkar verði áreiðanlega líka skrýtin. Því finnst að það eðlilega sé að hætta að hafa barn á brjósti þegar það er ársgamalt. Og mér er sagt að börnin verði allt of háð mér. En börnin mín vilja þetta og á ég að ýta þeim burtu?“

Eiginmaður Samönthu er alveg sammála brjóstagjöf konu sinnar og segir að sig varði bara ekkert um hvað aðrir segja. „Ef manni finnst einhver matur góður og hann gerir manni gott á maður þá ekki að borða hann?

Drengurinn okkar kemur stundum inn til okkar þegar yngsta barnið er að drekka og þá langar hann oft í sopa og fær hann auðvitað. Það er ekki eins og hann drekki brjóstamjólk í öll mál, segir Samanta.

Samantha hvetur konur til að hika ekki við að hafa börnin lengi á brjósti. Hún segist  vita að ýmsum finnist þau skrýtin fjölskylda en hún sé ánægð með fjölskyldu sína og  finnist hún ekki skrýtin. Það sé ekki hægt að láta fólk sem þrífst á því að hneykslast á öðrum stjórna sér.

 

 

 

SHARE