Hún Hundurinn og Heimurinn – Heimildarmynd

Vinátta milli barns og hunds er einstök og ótrúlega falleg. Við sem höfum fylgst með börnunum okkar þróa samband sitt við heimilishundinn vitum hversu dýrmætt samband myndast á milli þeirra. Börn með einhverfurof eru þar ekkert undanskilin eins og sést í þessari gullfallegu heimildarmynd um Elsu Lind og hundinn Skrúð.

Elsa og Skrúður eru ótrúlega flott tvíeyki en Elsa Lind sýnir hundinn á hundasýningum og tekur virkan þátt í þjálfun hans. Skrúður hefur launað henni þjálfunina og dregið Elsu Lind út úr skelinni og segja aðstandendur þeirra að Elsa sé allt annað barn. Þeim gengur svo vel saman að Hundaræktunarfélag Íslands sá sér leik á borði og heiðraði Skrúð sem afrakshund ársins 2013 á hundasýningu sem félagið hélt í nóvember.

Það var mjög stutt í tárin hjá pistlahöfundi þegar hún horfði á þessa stuttu heimildarmynd og ég vil hvetja alla til að horfa á þetta.

SHARE