Hún lét eiginmann sinn velja föt á sig í heila viku

Þessi ágæta kona leyfði eiginmanni sínum að velja á sig fatnað í heila viku. Að hennar sögn hafði tíska aldrei verið hennar sérsvið og var hún orðin þreytt á að standa gapandi fyrir framan fataskáp sinn á degi hverjum. Hún vildi fá nýtt sjónarhorn og öðlast jafnvel aftur það óttaleysi sem við höfum sem börn. Þegar við þorum að klæða okkur í nákvæmlega það sem við viljum án þess að hafa nokkrar einustu áhyggjur af því hvaða álit heimsbyggðin hefur á útliti okkar.

Eiginmanni hennar tókst nokkuð vel upp. Svona í flestum tilfellum. Ekki alveg öllum. Persónulega fannst mér þessi þriggja ára vera talsvert smekklegri í sínu vali – en hann fékk einmitt svipað verkefni og umræddur eiginmaður.

nrm_1425476909-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day1-orig-master-2

Dagur 1: buxur sem hún var fyrir löngu búin að sannfæra sig um að pössuðu ekki, bolur sem hún hafði einu sinni notað og peysa sem hún var búin að steingleyma. Hljómar allt saman ótrúlega kunnulega.

nrm_1425476909-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day2-orig-master-2

Dagur 2: Buxur sem hún hafði aldrei farið í – þær voru bara svo fjári góð kaup á einhverri útsölu fyrir löngu. Jájá – kemur allt heim og saman. Ég gæti haldið mína eigin útsölu með öllum þeim varningi sem ég hef splæst í á slíkum sölum í gegnum tíðina. Og svo aldrei notað.

nrm_1425476910-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day34-orig-master-2

Dagur 3 & 4: Fjórði dagurinn er ágætur. Látum þann þriðja liggja á milli hluta.

nrm_1425476910-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day5-orig-master-2

Dagur 5: Eiginmaðurinn eyddi yfir 15 mínútum í að setja þetta dress saman. Hann fær þó ekki meira en plús fyrir viðleitni frá eiginkonunni, henni leið eins og skógarhöggsmanni á leið á Pearl Jam tónleika árið 1998.

nrm_1425476911-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day6-orig-master-2

nrm_1425476912-syn-15-husband-dressed-me-for-one-week-day7-orig-master-2

Eftir sjö daga voru þau bæði orðin hundleið á þessu verkefni. Og vesalings eiginmaðurinn sat uppi með talsvert fleiri mínusa en plúsa.

Gætir þú tæklað svona viku í boði eiginmannsins?

Tengdar greinar:

SVONA á að klæðast gallabuxum án þess að nota hendur – Myndband

7 leiðir til að klæðast svörtu og hvítu – Streetstyle

Englandsdrottning vill betrumbæta klæðaburð Kate Middleton – Myndir

 

SHARE