„Hún var svo falleg!“ – David Spade um sjálfsvíg Kate Spade

Það kom öllum tískuheiminum í opna skjöldu þegar í ljós kom að Kate Spade hafði tekið sitt eigið líf í gærmorgun, þriðjudag. Hún fannst á heimili sínu en hún hafði barist við þunglyndi í mörg ár. 
Systir Kate, sem reyndar hefur ekki verið í samskiptum við hana í mörg ár, Reta Saffo sagði opinberlega að þetta hefði engan vegið komið henni á óvart. Að hennar sögn var Kate búin að nota áfengi til að deyfa sig í langan tíma.
Mágur Kate, leikarinn David Spade, hefur aðeins tjáð sig á samfélagsmiðlum um fráfall Kate.

 

 

SHARE