Hún vildi ekki vera feit brúður – Missti 38 kíló

Ljósmóðirin Claire Crowthers var orðin meira en 90 kíló þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur, það sem ýtti við henni var athugasemd frá ókunnugum manni um holdafar hennar.

Sjá einnig: Eva Rut missti 50 kíló: Orðin heilsustjarna og birtist í Cosmopolitan

Þetta var skelfilega niðurlægjandi en innst inni vissi ég að hann hefði rétt fyrir sér. Að ég skyldi leyfa ókunnugum manni að koma mér í uppnám neyddi mig til þess að horfast í augu við sjálfa mig og hvað ég var búin að gera líkama mínum. Þyngdin var farin að hafa veruleg áhrif á líf mitt og andlega heilsu. Ég horfði aldrei í spegil, neitaði að láta taka myndir af mér og hafnaði bónorði kærasta míns af því ég gat ekki hugsað mér að vera feit brúður.

Claire keypti sér kort í ræktina og fór að sækja hin ýmsu námskeið og þakkar hún þyngdartapið námskeiðum á borð við spinning, bodycombat og bodypump.

Claire-Crowthers-Morbidly-obese-to-skinny

Claire-Crowthers-Morbidly-obese-to-skinny (1)

Kærasti Claire tók fullan þátt í lífstílsbreytingu hennar og hafa þau nú gengið í það heilaga. Sæl, sátt og í fantaformi.

Mér líður stórkostlega. Heilsa mín hefur batnað til muna og ég get horft sátt í spegilinn. Ég hef loks öðlast sjálfstraust og hyggst nú lifa lífi mínu til fulls.

Claire-Crowthers-Morbidly-obese-to-skinny (2)

Sjá einnig: Hún er búin að missa næstum 400 kíló – myndirnar eru ótrúlegar

 

SHARE