Hús Brittany Murphy komið á sölu

Hús Brittany Murphy heitinnar er komið á sölu en bæði hún og eiginmaður hennar létust í húsinu með nokkurra mánaða millibili. Húsið er til sölu á litlar 18,4 milljónir dollara.

obit-brittany-murphy

Sjá einnig: Brittany Murphy lést vegna eiturs – Niðurstöður nýrrar rannsóknar

 

Brittany lést í desember árið 2009 eftir að hún féll í gólfið á baðherbergi sínu og fór í hjartastopp. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var lungnabólga og blóðleysi. 5 mánuðum síðar lést eiginmaður hennar á svipaðan hátt á heimili þeirra. Faðir Brittany hefur látið rannsaka málið nánar og komst hann að því, eftir að hafa látið rannsaka hár leikkonunnar, að hún hafi dáið vegna eitrunar.

 

SHARE