Húsráð: 10 leiðir til að nota dömubindi

Hver hefði getað ímyndað sér hversu fjölþætt dömubindi eða innlegg eru? Þau geta nýst þér á svo margan máta fyrir utan þau hefðbundnu not sem þau eru ætluð fyrir.

Sjá einnig: Þær prófuðu að klæðast í sérstökum túrnærbuxum

Hér eru nokkur stórsniðug ráð til að nota innleggin í allt annað en þau voru upprunalega fundin upp fyrir og gætu þau jafnvel komið að ótrúlega góðum notum.

 

Spreyjaðu góðum ilmi á innileggið og settu það ofan í skúffu með fötunum þínum

drawers2-600x600

Þrífðu skjáinn á símanum þínum. Settu smá vatn á innleggið og gerðu skjáinn skínandi hreinan.

electronic-cleaner-600x600

Sjá einnig: Ó elsku menn: Dömubindi og túrtappar með augum karlmanna

Áttu ekki andlitsþurrku? Bleyttu innleggið og þrífðu andlit þitt.

face-wipe-600x600

Þú getur komið í veg fyrir að gólfið rispist vegna húsgagna með því að setja innlegg undir fæturna.

furniture-protection-600x600

Eru skórnir þínir harðbotna? Stingdu innleggi í skóinn og þú getur dansað alla nóttina.

insole-600x600

Búin með bómulinn? Bleyttu innleggið með naglalakkahreinsi.

nail-polish-remover-600x600

Sjá einnig: Þessi pabbi fríkaði út við að kaupa þetta fyrir dóttur sína

Ef þú ert með barn á brjósti er alveg tilvalið að líma innlegg innan í gjafahaldarann.

nursing-pad-600x600

Ef vírinn er farinn að stingast út úr brjóstahaldaranum eða hann meiðir þig með núningi, er snilld að bjarga sér með því að líma innlegg yfir.

bra-friction-600x600

Verndaður sólgleraugun þín með því að setja innlegg inn í hulstrið.

sunglass-protection-600x600

Áttu það til að svitna? Límdu innlegg inn í fötin þín þar sem þú verður mest vör við svitann.

sweat-protection-600x600

SHARE