Húsráð: Ertu að fara að taka til í skápum eða geymslu?

Áttu erfitt með að losa þig við hluti? Prófaðu að halda á eða snerta hlutinn sem þú getur ekki ákveðið þig um hvort þú eigir að henda eða ekki. Með því að halda á hlutnum geturðu fundið hvort þú hafir einhverjar sérstakar tilfinningar til viðkomandi hlutar.

Sjá einnig: Er þetta skipulagðasta heimili heims? – myndband

Hvort sem um ræðir föt, bækur, fylgihluti eða bara eitthvað annað dót sem þú ert með inni í skápum eða geymslu, skaltu hugsa þér hvað þú þarft á að halda virkilega. Mundu svo að hreint hús er hreinsandi fyrir sálina.

SHARE