Húsráð: Hárlakk er til margra hluta nytsamlegt

Hárlakk er ein af þeim vörum sem flestir eiga til á heimili sínu, en það eru ekki allir sem vita að þetta undraefni er hægt að nota í hin ýmsu verkefni. Þig hefur eflaust ekki grunað að hægt er að nota hárlakk á þennan máta og gæti það bjargað þér á margan máta.

Sjá einnig: 7 hlutir sem gott er að kunna í „neyð“

 

Framlengir líftíma afskorinna blóma – Langar þig að blómvöndurinn haldist fallegur lengur? Náðu þér í hárlakk, spreyjaðu undir blómið sjálft og hengdu þau á hvolf á meðan lakkið þornar. Settu blómin svo í vasann og njóttu þeirra lengi.

embeddedIMG_Hairspray_850px_2-600x600

Fjarlægir bletti – Hárlakk er frábært þegar þú þarft að ná erfiðum blettum úr fötum. Hvort sem það er fita eða varalitur, getur þú séð til þess að bletturinn hverfi eins og dögg fyrir sólu ef þú spreyjar hárlakki á blettinn, nuddar og þværð síðan.

embeddedIMG_Hairspray_850px_3-600x600

Varðveitir blöð – Spreyjaðu hárlakki á blaðsnepla sem eiga á hættu á því að verða fyrir rakaskemmdum, svo sem uppskriftir eða aðra blaðasneppla sem þú hefur skrifað á.

embeddedIMG_Hairspray_850px_4-600x600

Sjá einnig: Hvers vegna ættirðu að þvo þvottinn með ediki?

Heldur skónum lengur fínum – Eftir að þú hefur pússað skó þína er frábært að spreyja hárlakki yfir skóna. Þannig sérðu til þess að skórnir þínir verða fínni mun lengur.

embeddedIMG_Hairspray_850px_5-600x600

Fjarlægir dýrahár af efni – Eru gæludýr á heimilinu og hárin út um alla sófa og föt?  Spreyjaðu hárlakki á þurran klút og þurrkaðu yfir svæðið til að ná öllum hárunum af yfirborðinu. Einnig er hægt að spreyja hárlakki í klút og þurrka yfir flöt yfirborð, svo að hárin renni betur af. Ekki spreyja því á gólf, því það gerir gólfið mjög sleipt.

embeddedIMG_Hairspray_850px_6-600x600

Gardínurnar eins og nýjar – Ef þú vilt að gardínurnar þínar líti úr fyrir að vera brakandi nýjar, er gott að spreyja yfir þær nokkrum umferðum af hárlakki eftir að þú hefur hengt þær upp.

embeddedIMG_Hairspray_850px_7-600x600

Sjá einnig: 8 ástæður fyrir því að þú ættir að eiga eplaedik

Láttu naglalakkið þitt þorna fyrr – Haltu hárlakksbrúsanum svolítið frá nöglum þínum eftir að þú hefur naglalakkað þig og spreyjaðu. Það mun láta naglalakkið þorna mun hraðar og eftir að það er alveg þornað er gott að skola lakkið af höndunum.

embeddedIMG_Hairspray_850px_8-600x600

Fjarlægir límmiða – Ef þig langar til að losan við límmiða af krukkum eða umbúðum er gott að spreyja hárlakki vel á límmiðann og það mun fjarlægja allar límleifar.

embeddedIMG_Hairspray_850px_9-600x600

Tekur rafmagn úr fötum – Við vitum flest hversu þreytandi það er þegar fötin loða við okkur vegna rafmagns. Spreyjaðu svolitlu af hárlakki á fötin þín til að hemja flíkina.

embeddedIMG_Hairspray_850px_10-600x600

SHARE